Innlent

Páley yfirgefur Vestmannaeyjar fyrir Norðurland eystra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Páley Borgþórsdóttir, verðandi lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Páley Borgþórsdóttir, verðandi lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. dómsmálaráðuneytið

Páley Borgþórsdóttir, sem hefur gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, mun taka við sömu stöðu á Norðurlandi eystra eftir rúma viku. Hæfnisnefnd er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Páley væri best umsækjenda.

Páley varð lögreglustjóri í Vestmannaeyjum árið 2015 og mun að líkindum gegna embættinu fram til 13. júlí, þegar hún tekur við nýja starfinu. Það er þó ekki tilgreint í orðsendingu dómsmálaráðuneytisins sem send er út vegna vistaskipta Páleyjar.

Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum frá 2002 til 2007 og starfaði sem lögmaður frá 2007 til 2014.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×