Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 22:50 Bandaríkin standa nú frammi fyrir annarri bylgju af kórónavírussmitum. AP/Christopher Dolan. Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. Í frétt Reuters um málið segir að því sé ljóst að faraldurinn sé á fleygiferð í Bandaríkjunum. Er Flórída tekið sem dæmi þar sem tíu þúsund smit greindust í dag. Þá hefur smitum fjölgað um 37 prósent í Kaliforníu undanfarna fjórtán daga. Alls hafa 128 þúsund látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er um fjórðungur allra þeirra sem staðfest hefur verið að hafi látist í tengslum við vírusinn. Alls greindust 53 þúsund með smit í Bandaríkjunum í dag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum degi. Fyrra met, rétt tæplega 52 þúsund smit, var sett í gær. Ríkisstjórar víða íhuga nú eða hafa tilkynnt um að aftur verði hert á samkomubanni, fjöldatakmörkunum eða öðrum aðgerðum sem slakað var á fyrir skömmu vegna alvarlega efnahagslegra áhrifa sem lokanirnar höfðu. Þannig hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, tilkynnt að nú séu allir þeir sem staddir séu í sýslu þar sem tuttugu eða fleiri smit eru staðfest að ganga með grímu á almannafæri. Er þar um viðsnúning að ræða hjá Abbott en stutt er síðan hann bannaði embættismönnum að refsa þeim sem ekki ganga um með grímur á almannafæri. Anthony Fauci, einn helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, telur að í það minnsta megi skýra hluta hinnar nýju bylgju með því að yfirvöld víða um Bandaríkin gripu ekki til jafn harðra aðgerða og sum lönd í Evrópu gerðu til þess að stemma í stigu við faraldurinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira