Fótbolti

Iðnaðarsigur hjá Real Madrid

Ísak Hallmundarson skrifar
Ramos fagnar markinu sínu í kvöld.
Ramos fagnar markinu sínu í kvöld. getty/Angel Martinez

Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, með sigri á Getafe í kvöld. 

Það var ekki blásið til neinnar veislu í Madrid. Staðan var markalaus þar til á 79. mínútu þegar Real fékk vítaspyrnu. Á punktinn fór fyrirliðinn Sergio Ramos og skoraði af miklu öryggi.

Þetta reyndist eina mark leiksins og lokatölur því 1-0 sigur Real, sem eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Getafe hafa á meðan aðeins dregist aftur úr í baráttunni um Meistaradeildarsæti og eru nú í sjötta sæti, fimm stigum frá Sevilla sem sitja í 4. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.