Hluti áhafnar Herjólfs boðar til verkfalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 12:09 Hluta áhafnar Herjólfs hefur boðað til verkfalls. Vísir/Vilhelm Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur. Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Verkfall hluta áhafnar Herjólfs hefur verið boðað frá og með miðnætti á þriðjudaginn næstkomandi og mun það standa í sólarhring. Næsta vinnustöðvun mun standa yfir í tvo sólarhringa og stendur frá miðnætti 14. júlí. Þá mun þriðja vinnustöðvun standa yfir í þrjá sólarhringa og hefjast á miðnætti 28. júlí. Kosning fór fram um vinnustöðvunina í síðustu viku meðal áhafnarmeðlima á Herjólfi sem eru félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu og greiddu 17 þeirra atkvæði og studdu þeir allir vinnustöðvunina. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafélagi Íslands segir í samtali við Eyjafréttir að málið sé nú í Félagsdómi. Deilan snúist fyrst og fremst um það að Herjólfur ohf. hafi ekki sinnt því að mæta til fundar um kjaramál þrátt fyrir að félagið hafi ítrekað leitað eftir því. „Gerður hefur verið samningur við Sjómannafélagið Jötunn sem þeir líta þannig á að sé gildandi kjarasamningur fyrir alla en einungis tveir áhafnarmeðlimir eru félagar í Jötni,“ segir Jónas. Ekki náðist tal af Jónasi við gerð þessarar fréttar. Telja verkfallið ólöglegt „Félagið hefur aldrei hafnað einu eða neinu en það þurfa að liggja fyrir einhverjar beiðnir um einhverja tiltekna hluti þannig að við höfum ekki hafnað neinu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við fréttastofu. Hann segir jafnframt að samninganefnd Herjólfs og Sjómannafélagsins hafi fundað hjá ríkissáttasemjara fyrir tveimur vikum síðan. „Félagið er með gildandi kjarasamning við Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum fyrir undirmenn á Herjólfi. Starfsmenn hafa þennan rétt að vera félagsmenn í hvaða félagi sem er en í þessum kjarasamningi við Sjómannafélagið Jötunn þá hafa þeir forgangsréttarákvæði og við teljum okkur vera með kjarasamning á bak við þá ráðningarsamninga sem við erum með.“ Þá segir hann eðlilegt að ef fleiri stéttarfélög telji sig eiga rétt á að vera með kjarasamning við Herjólf sé það tekið fyrir hjá Félagsdómi. „Við leifum þessum bara að fara fyrir Félagsdóm og sjáum hvað kemur út úr því.“ Málinu var stefnt fyrir Félagsdóm á þriðjudaginn og þingfest sama dag. Boðað hefur verið til dómsuppkvaðningar hjá Félagsdómi á mánudaginn og segir Guðbjartur þá koma í ljós hvort af vinnustöðvun verði. „Við teljum að [verkfallið] sé ólöglegt og fáum bara félagsdóm til að skera úr um það hvort að það sé einhver réttur til verkfallsins eða réttur til að krefja félagið um gerð kjarasamnings,“ segir Guðbjartur.
Kjaramál Herjólfur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38 Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. 8. júní 2020 07:38
Ekki ljóst hve langan tíma mun taka að gera við Baldur Bilun kom upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri í gær sem varð þess valdandi að fjöldi fólks sat fast út í Flatey. 30. júní 2020 14:12