Fótbolti

Milan kom til baka og náði í stig

Ísak Hallmundarson skrifar
Zlatan sneri til baka eftir meiðsli.
Zlatan sneri til baka eftir meiðsli. getty/Marco Luzzani

AC Milan lenti í vandræðum á útivelli gegn SPAL í ítölsku Seria-A deildinni í fótbolta. 

Heimamenn í SPAL voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mattia Valoti og Sergio Floccari. Á 43. mínútu misstu SPAL mann af velli þegar Marco D'Alessandro fékk að líta á rauða spjaldið.

Zlatan Ibrahimovic byrjaði á bekknum hjá Milan en hann hafði ekkert spilað eftir Covid-pásuna vegna meiðsla. Hann kom inn á 65. mínútu fyrir Ante Rebic og við það breyttist leikurinn.

Rafael Leao minnkaði muninn á 79. mínútu og í uppbótartíma skoraði Francesco Vicari leikmaður SPAL sjálfsmark og staðan orðin jöfn 2-2. Það urðu lokatölur leiksins, Milan siglir lygnan sjó í 7. sæti en SPAL eru í næstneðsta sæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.

Þrír aðrir leikir fóru einnig fram í kvöld um svipað leyti. Sassuolo vann góðan útisigur á Fiorentina, Verona lagði Parma og Sampdoria vann Lecce. 

Úrslit dagsins í ítölsku deildinni voru eftirfarandi:

Bologna 1-1 Cagliari

Inter 6-0 Brescia

Fiorentina 1-3 Sassuolo

Verona 3-2 Parma

Lecce 1-2 Sampdoria

SPAL 2-2 Milan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×