Fótbolti

Milan kom til baka og náði í stig

Ísak Hallmundarson skrifar
Zlatan sneri til baka eftir meiðsli.
Zlatan sneri til baka eftir meiðsli. getty/Marco Luzzani

AC Milan lenti í vandræðum á útivelli gegn SPAL í ítölsku Seria-A deildinni í fótbolta. 

Heimamenn í SPAL voru 2-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mattia Valoti og Sergio Floccari. Á 43. mínútu misstu SPAL mann af velli þegar Marco D'Alessandro fékk að líta á rauða spjaldið.

Zlatan Ibrahimovic byrjaði á bekknum hjá Milan en hann hafði ekkert spilað eftir Covid-pásuna vegna meiðsla. Hann kom inn á 65. mínútu fyrir Ante Rebic og við það breyttist leikurinn.

Rafael Leao minnkaði muninn á 79. mínútu og í uppbótartíma skoraði Francesco Vicari leikmaður SPAL sjálfsmark og staðan orðin jöfn 2-2. Það urðu lokatölur leiksins, Milan siglir lygnan sjó í 7. sæti en SPAL eru í næstneðsta sæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.

Þrír aðrir leikir fóru einnig fram í kvöld um svipað leyti. Sassuolo vann góðan útisigur á Fiorentina, Verona lagði Parma og Sampdoria vann Lecce. 

Úrslit dagsins í ítölsku deildinni voru eftirfarandi:

Bologna 1-1 Cagliari

Inter 6-0 Brescia

Fiorentina 1-3 Sassuolo

Verona 3-2 Parma

Lecce 1-2 Sampdoria

SPAL 2-2 MilanAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.