Innlent

Danska herþyrlan aðstoðaði vélarvana bát við Langanes

Andri Eysteinsson skrifar
Þyrlan verður til staðar á meðan áhafnarmeðlimir LHG sinna þjálfun í Frakklandi.
Þyrlan verður til staðar á meðan áhafnarmeðlimir LHG sinna þjálfun í Frakklandi. Landhelgisgæslan

Óskað var eftir aðstoð björgunarþyrlu danska flughersins vegna vélarvana línubáts norður af Langanesi í dag. Stjórnstöð gæslunnar fékk aðstoðarbeiðni frá línubátnum laust eftir klukkan 13:00.

Þyrlusveit danska flughersins var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli þegar hún var kölluð út. Var haldið beint til Akureyrar þar sem eldsneyti var tekið áður en að á áfangastað var farið. Þyrlan og björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn voru komin á vettvang klukkan 15:00 og örfáum mínútum síðar þegar ástandið var orðið tryggt sneri þyrlan danska til baka.

Það kom þá í hlutverk Gunnbjargar að toga bátinn til hafnar í Raufarhöfn.

Fyrr í dag var óskað eftir aðstoð þyrlu vegna vélarvana báts við Ólafsfjarðarmúla en alls hafa fimm tilkynningar þess efnis borist til stjórnstöðvar landhelgisgæslunnar í dag.

Danska þyrlusveitin verður til taks hér á landi á meðan hluti áhafna Landhelgisgæslunnar sækir þjálfun í frönskum flughermi. Æfingarnar áttu að fara fram fyrr á árinu en frestaðist vegna faraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.