Breyta vinnulagi á landamærunum eftir að smit greindust ekki í fyrstu skimun Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 14:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Stefnt er að setja á laggirnar vinnulag til þess að koma í veg fyrir að fólk, nýsmitað af kórónuveirunni, geti komið til landsins og ekki greinst jákvætt fyrir kórónuveirusmiti á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur sagði best að tekið yrði sýni við komuna til landsins, fólk sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum seinna. „Þá ættu þeir sem eru smitaðir að vera komnir með jákvætt sýni,“ sagði Þórólfur en undanfarna daga hefur verið deilt um ágæti skimunarinnar á landamærunum eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði, við komuna frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð, fjöldi fólks hefur verið skipað í sóttkví vegna málsins. „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar og útlendingar sem búa hér. Þessa nálgun notuðum við í mars sem að gafst vel og ég mun í vikunni leggja til við ráðherra að þetta vinnulag verði tekið upp,“ sagði Þórólfur. Vinnulag sem þetta krefst mikillar skipulagningar samkvæmt sóttvarnalækni og er nauðsynlegt að gera þetta sem fyrst. Viðræður við rétta aðila hefjast á næstu dögum og vonast Þórólfur að hægt verði að hrinda þessu í framkvæmd eins fljótt og auðið er. Þangað til hafa verið gefnar út sérstakar leiðbeiningar um að fara farlega fyrstu fjórtán dagana eftir komuna. „Við erum ekki að krefjast sóttkvíar en nánast. Fólk fari mjög varlega,“ sagði Þórólfur. Þórólfur sagði þá í spurningarhluta fundsins að vegna tengslanetsins hér á landi munu Íslendingar þurfa í seinni skimun en ekki erlendir ferðamenn. Ekki þurfi að greiða fyrir seinni skimun sem gerð er innan þrjátíu daga frá þeirri fyrstu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira