Innlent

Stafræn ökuskírteini kynnt í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hefðbundin ökuskírteini.
Hefðbundin ökuskírteini. stöð 2

Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. Dómsmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ríkislögreglustjóri standa að fundinum og hefst hann klukkan 11:30. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum.

Innleiðing stafrænna ökuskírteina er samstarfsverkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem ber ábyrgð á umferðarlöggjöf og reglum um ökuskírteini, og dómsmálaráðuneytisins, sem fer með málefni ríkislögreglustjóra og sýslumanna. Ríkislögreglustjóri gefur út stafrænu ökuskírteinin en sýslumenn gefa út hefðbundin prentuð skírteini í umboði ríkislögreglustjóra.

Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands sem hélt utan um þróun skírteinanna, sagði í lok maí að fólk muni geta nálgast ökuskírteinin á Ísland.is og setji þau svo í „veskið“ í símanum, ekki ólíkt því sem gert er með greiðslukort og farseðla.

Dómsmálaráðherra hefur jafnframt sagt að fólk sem kýs að nota áfram gömlu útgáfu skírteinanna geti gert það áfram.

Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. Ökuskírteini sem gefin eru út af EES ríkjum eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en stafrænu ökuskírteinin uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar um ökuskírteini og munu því aðeins gilda innanlands.

Sem fyrr segir hefur verið boðað til blaðamannafundur um stafrænu ökuskírteinin klukkan 11:30 og verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni á Vísi.

Uppfært klukkan 12:

Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum

Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.