Fótbolti

Hörður Björgvin lék allan leikinn og Arnór lagði upp

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór lagði upp annað mark CSKA í kvöld.
Arnór lagði upp annað mark CSKA í kvöld. Vísir/Getty

CSKA Moskva lagði nágranna sína í Spartak 2-0 á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld. Íslendingarnir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon komu báðir við sögu.

Hörður Björgvin Magnússon var á sínum stað í byrjunarliði CSKA í leiknum. Lék hann allan leikinn vinstra megin í þriggja manna vörn heimamanna. Var Hörður meðal bestu manna í leiknum.

Nikola Vlašić skoraði fyrra mark sitt á 27. mínútu leiksins og voru heimamenn 1-0 yfir í hálfleik. Í þeim síðari var lítið í gangi þangað til Arnór kom inn af varamannabekknum á 81. mínútu. Í uppbótartíma lagði Arnór svo upp annað mark CSKA en þar var Vlašić aftur á ferðinni.

Lokatölur 2-0 CSKA í vil. Liðið er nú með 40 stig í 5. sæti deildarinnar, þar fyrir ofan eru Rostov með 41 stig og Krasnodar með 44. Rostov á þó leik til góða á CSKA og Krasnodar á tvo leiki til góða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.