1.094 króna umbunin í raun niðurlægjandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 19:20 Gréta María ásamt dóttur sinni. Til hægri má sjá Grétu Maríu í covid-gallanum á Landspítalanum nú þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samsett/Aðsend Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira