Innlent

Jóhann K. Jóhanns­son ráðinn sam­skipta­stjóri hjá al­manna­vörnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jóhann K. Jóhannsson hefur starfað sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um árabil.
Jóhann K. Jóhannsson hefur starfað sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um árabil.

Jóhann K. Jóhannsson hefur verið ráðinn í tímabundið starf samskiptastjóra hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Jóhann lætur af störfum sem fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í dag og hefur störf á nýjum stað á morgun.

„Verkefnið er gríðarlega spennandi og mjög umfangsmikið eins og gefur að skilja, enda vart talað um annað í fjölmiðlum en kórónuveiruna síðustu mánuði,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættið hafa haldið úti reglulegum upplýsingafundum og miðlað upplýsingum til almennings um faraldurinn. Jóhann mun starfa með Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og upplýsingateymi almannavarna og landlæknis.

„Ég neita því ekki að það er mikil togstreita að hætta í fréttunum, enda hefur þetta átt vel við mig,“ segir Jóhann.

„Þau umfjöllunarefni sem ég hef mikið fjallað um í fréttum tengjast einmitt hamförum, slysum, brunum o.s.frv. og nú er ég í raun bara kominn hinum megin við borðið. Það verður skrýtið að eiga samskipti við þá vinnufélaga og vini sem ég hef eignast á fréttastofunni þaðan.“

Jóhann mun starfa hjá embættinu til áramóta. Og hyggst hann þá snúa aftur á fréttastofuna?

„Er ekki rétt að svara þessu eins og fréttamenn heyra oft? No comment,“ segir Jóhann léttur í bragði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.