Grunar að brunavörnum hafi verið ábótavant Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 18:16 Brunarústir hússins að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/vilhelm Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létust í bruna í lok síðustu viku, hafi verið ábótavant. Þar bjó fjöldi erlends verkafólks og voru alls 73 skráðir með lögheimili í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. HMS fundaði í dag með Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna. Tilefni fundarins var áðurnefndur eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1. Í tilkynningu segir að samhljómur hafi verið á fundinum um mikilvægi brunavarna og að „fullt tilefni sé til að vinna saman aðfrekari úrbótum á regluverki og verklagi.“ Rannsókn HMS á brunanum á Bræðraborgarstíg er jafnframt í fullum gangi. Davíð Snorrason yfirmaðurbrunaeftirlits hjá stofnuninni. Í tilkynningu segir að niðurstöður rannsóknarinnar gætu legið fyrir síðar á árinu. „Samhliða hefur HMS til skoðunar aðrar aðgerðir, meðal annars hvort hindra megi að svo margir hafi skráð lögheimili á einum stað, til dæmis með bættri skráningu leiguhúsnæðis. Með tilkomu leiguskrár HMS, sem ákvæði er um í frumvarpi að breytingu á húsaleigulögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður til ný leið til að safna upplýsingum og koma auga á frávik. Eins og staðan er í dag eru stjórnvöld eingöngu með yfirsýn yfir þann hluta leigumarkaðarins sem er á höndum sveitarfélaga eða þegar til staðar eru þinglýstir leigusamningar, sem er því miður yfirleitt ekki raunin í tilfelli herbergjaleigu til erlends verkafólks.“ Á fundinum kom jafnframt fram að næsta skref í kjölfar hans sé að hefja þessa vinnu og fá fleiri aðila að borðinu til að ræða úrbætur. „Sérstaklega er horft til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir í dag að hann vilji skoða lagabreytingar til að eflabrunaeftirlit. Ráðherra fól HMS í lok maímánuðar síðastliðnum að fara í sérstakt átak á sviði brunamála. Í átakinu felst meðal annars að fjölgað verður sérfræðingum sem sinna þessum málaflokki sérstaklega hjá stofnuninni.“ Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létust í bruna í lok síðustu viku, hafi verið ábótavant. Þar bjó fjöldi erlends verkafólks og voru alls 73 skráðir með lögheimili í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. HMS fundaði í dag með Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna. Tilefni fundarins var áðurnefndur eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1. Í tilkynningu segir að samhljómur hafi verið á fundinum um mikilvægi brunavarna og að „fullt tilefni sé til að vinna saman aðfrekari úrbótum á regluverki og verklagi.“ Rannsókn HMS á brunanum á Bræðraborgarstíg er jafnframt í fullum gangi. Davíð Snorrason yfirmaðurbrunaeftirlits hjá stofnuninni. Í tilkynningu segir að niðurstöður rannsóknarinnar gætu legið fyrir síðar á árinu. „Samhliða hefur HMS til skoðunar aðrar aðgerðir, meðal annars hvort hindra megi að svo margir hafi skráð lögheimili á einum stað, til dæmis með bættri skráningu leiguhúsnæðis. Með tilkomu leiguskrár HMS, sem ákvæði er um í frumvarpi að breytingu á húsaleigulögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður til ný leið til að safna upplýsingum og koma auga á frávik. Eins og staðan er í dag eru stjórnvöld eingöngu með yfirsýn yfir þann hluta leigumarkaðarins sem er á höndum sveitarfélaga eða þegar til staðar eru þinglýstir leigusamningar, sem er því miður yfirleitt ekki raunin í tilfelli herbergjaleigu til erlends verkafólks.“ Á fundinum kom jafnframt fram að næsta skref í kjölfar hans sé að hefja þessa vinnu og fá fleiri aðila að borðinu til að ræða úrbætur. „Sérstaklega er horft til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir í dag að hann vilji skoða lagabreytingar til að eflabrunaeftirlit. Ráðherra fól HMS í lok maímánuðar síðastliðnum að fara í sérstakt átak á sviði brunamála. Í átakinu felst meðal annars að fjölgað verður sérfræðingum sem sinna þessum málaflokki sérstaklega hjá stofnuninni.“
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14
„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20