Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 13:14 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að rannsaka það þegar manntjón verður í eldsvoða. Vísir/Vilhelm Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent