Innlent

Kvarta yfir niður­greiddum sumar­nám­skeiðum við ESA

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands Vísir/Vilhelm

Félag atvinnurekenda hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, formlega kvörtun vegna niðurgreiðslu stjórnvalda á sumarnámskeiðum í háskólum. Félagið telur útfærsluna bitna illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja.

Félagið sendi menntamálaráðherra erindi í síðustu viku þar sem útfærslan var gagnrýnd en stjórnvöld ákváðu að styðja málaflokkinn um 500 milljónir króna. Skráningu í sumarnám háskólanna hefur í kjölfarið fjölgað og nú hafa 5.100 nemendur skráð sig í sumarnám í háskólnum. Aðgerðum er ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveiru.

Í frétt á vef FA segir að komið hafi í ljós að drjúgur hluti fjárveitingarinnar renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að „námskeið, sem eru utan verksviðs háskólanna eins og það er skilgreint í lögum, eru niðurgreidd um tugi þúsunda króna.“

„Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.