Segir nánast allt að sem við kemur malbikun Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 13:06 Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum. Vísir/Vilhelm „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir. Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
„Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir.
Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira