Fótbolti

Pirlo snýr aftur til Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pirlo er mættur aftur til uppeldisfélagsins.
Pirlo er mættur aftur til uppeldisfélagsins. vísir/getty

Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni.

Di Marzio segir frá því að Pirlo muni snúa aftur sem þjálfari hjá U23-ára liði Juventus en hann hefur beðið síðustu mánuði eftir réttu tilboði.

Hann fékk þjálfararéttindi árið 2018 og hefur fengið nokkur boð um að þjálfa en hefur sagt nei þangað til Juventus bauð honum starfið.

Pirlo átti magnaðan feril þar sem hann lék bæði með AC Milan og Juventus en hann lagði skóna á hilluna í nóvember 2017. Hann spilaði tæplega 500 leiki í Seríu A og 116 landsleikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.