Innlent

Tekur mál Magnúsar til um­fjöllunar

Atli Ísleifsson skrifar
Húsakynni Mannrettindadómstólsins í Strassborg.
Húsakynni Mannrettindadómstólsins í Strassborg. GEtty

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að taka kæru Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Magnús var sakfelldur fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvikum í Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016,

Fréttablaðið segir frá þessu, en Magnús leitaði til dómstólsins þar sem hann sakar tvo dómara við Hæstarétt, þau Ingveldi Einarsdóttur og Þorgeir Örlygsson, um að hafa verið vanhæf til að fjalla um málið vegna starfa sona sinna.

Segir að sonur Ingveldar hafi verið aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og sonur Þorgeirs starfaði sem yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings.

Sömuleiðis er er í kærunni vísað í hlutabréfaeign fjögurra dómara við Hæstarétt.

Hæstiréttur sakfelldi Magnús og fleiri á sínum tíma. Magnúsi var hins vegar ekki gerð frekari refsing, en hann hafði áður hlotið fjögurra og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Al Thani málinu svokallaða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×