Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Liver­pool á sjúkra­húsi eftir stungu­á­rás

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andre Wisdom spilar nú með Derby.
Andre Wisdom spilar nú með Derby. vísir/getty

Varnarmaður Derby, Andre Wisdom, var í gærkvöldi á sjúkrahúsi eftir stunguárás rétt fyrir utan Liverpool, nánar tiltekið í bænum Toxteth, en árásin átti sér stað á laugardag.

Atvikið átti sér einungis stað nokkrum tímum eftir 2-1 sigur á Reading þar sem Wisdom spilaði allan leikinn en hann var einnig rændur í umræddri árás.

„Hann var stunginn og er á sjúkrahúsi. Hann er í jafnvægi og hinn bróðir minn er á leiðinni  þangað. Þetta er ótrúlegt. Ég get ekki trúað þessu,“ sagði systir hans í samtali við The Sun.

Heimildir enskra miðla segja að þetta hafi gerst þegar hann steig út úr bíl sínum við heimili sitt en Wisdom kom í gegnum yngri lið Liverpool. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2012.

Eftir að honum mistókst að slá í gegn á Anfield, þá fór Wisdom til Derby árið 2017 og hefur spilað þar síðan. Hann hefur spilað yfir 100 leiki fyrir félagið en Derby er nú þremur stigum frá umspilssæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.