Innlent

„Ólíðandi“ að hátt í 640 séu á boðunarlista og bíði eftir að hefja afplánun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri kynntu aðgerðirnar á blaðamannafundi í fangelsinu að Hólmsheiði í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Páll Winkel fangelsismálastjóri kynntu aðgerðirnar á blaðamannafundi í fangelsinu að Hólmsheiði í dag. Stjórnarráðið

Heimild til að fullnusta refsidóma með samfélagsþjónustu verður rýmkuð sem og heimildir ákærenda til að ljúka málum með sáttamiðlun. Þetta er meðal sjö aðgerða sem dómsmálaráðherra kynnti í dag til að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga.

Þótt uppbygging hafi átt sér stað í fangelsiskerfinu síðastliðin ár þykir ástandið óviðunandi en hátt í 640 eru á boðunarlista og bíða þess að hefja afplánun, samanborið við 214 árið 2009, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Aðgerðirnar byggja á tillögum sem gerð er grein fyrir í skýrslu starfshóps sem ráðherra skipaði og fól það verkefni að gera tillögur til úrbóta.

„Við erum að sjá það að það stefnir í það að yfir 30 dómar myndu fyrnast í ár og slíkt hefur verið undanfarin ár líka og það er bara ólíðandi og ekki síst er það líka mjög þungbært fyrir dómþola að bíða mjög lengi eftir því að fá að afplána sinn dóm,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

„Bæði vegna þessa er mjög mikilvægt að ráðast í mjög miklar aðgerðir til að ná þessum lista niður af því að fangelsiskerfið í heild sinni í dag ræður við þann fjölda sem er dæmdur árlega en ekki við þennan langa boðunarlista.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.