Tuttugu ár síðan Hollendingar klúðruðu fimm vítum í undanúrslitum á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 19:30 Francesco Toldo varði hvorki fleiri né færri en þrjár vítaspyrnur í leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum EM 2000. vísir/getty Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu. Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Styrkir til VÍK Sport „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Supercross Atlanta úrslit. Sport Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir Íslenski boltinn Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Í dag, 29. júní, eru 20 ár frá frægum leik Ítalíu og Hollands í undanúrslitum Evrópumótsins 2000. Hollendingar féllu úr leik eftir að hafa klúðrað fimm vítaspyrnum í leiknum, tveimur í venjulegum leiktíma og þremur í vítakeppninni sem Ítalir unnu, 3-1. Fyrri undanúrslitaleikurinn fór fram í Brussel daginn áður. Þar unnu Frakkar Portúgali, 2-1, á dramatískan hátt í framlengingu. Seinni undanúrslitaleikurinn fór fram í Amsterdam og þóttu Hollendingar sigurstranglegri. Þeir höfðu unnið alla fjóra leiki sína á EM með markatölunni 13-3 og voru á heimavelli. Hollendingar sóttu linnulítið í leiknum. Dennis Bergkamp skaut í stöng áður en Gianluca Zambrotta fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hann fékk bæði spjöldin fyrir að brjóta á Boudewijn Zenden. Francesco Totti skoraði á eftirminnilegan hátt í vítakeppninni.vísir/getty Skömmu fyrir hálfleik fékk Holland vítaspyrnu eftir að Alessandro Nesta togaði í treyju Patricks Kluivert. Frank de Boer, fyrirliði Hollendinga, fór á punktinn en Francesco Toldo varði spyrnu hans. Eftir klukkutíma leik fékk Holland annað víti eftir Mark Iuliano felldi Edgar Davids. Að þessu sinni steig Kluivert fram en skaut í stöng. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og staðan var enn markalaus eftir framlengingu. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Þar héldu ófarir Hollands áfram. watch on YouTube Luigi Di Biagio og Gianluca Pessotto skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Ítala en tvær fyrstu spyrnur Hollendinga fóru forgörðum. Toldo varði aftur frá De Boer og Jaap Stam sendi boltann á sporbaug um jörðu. Í þriðja víti Ítalíu vippaði Francesco Totti boltanum á mitt markið og kom Ítalíu í 3-0. Kluivert varð því að skora úr næsta víti Hollands sem og hann gerði. Edwin van der Sar hélt vonum Hollendinga á lífi þegar hann varði fjórðu spyrnu Ítala frá fyrirliðanum Paolo Maldini. Paul Bosvelt fór næstur á punktinn en Toldo varði og tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum. Hann varði alls þrjú víti í leiknum sem var sá eftirminnilegasti á hans ferli. Toldo ver frá Bosveldt.vísir/getty Toldo, sem var á þessum tíma markvörður Fiorentina, hefði að öllu eðlilegu ekki spilað á EM en fékk tækifæri vegna meiðsla Gianluigis Buffon og greip það með báðum höndum. Ítalía var hársbreidd frá því að verða Evrópumeistari en þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegum leiktíma í úrslitaleiknum þegar Sylvain Wiltord jafnaði fyrir Frakkland. David Trezeguet skoraði svo sigurmarkið í framlengingu.
Fótbolti Einu sinni var... Holland Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Styrkir til VÍK Sport „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Supercross Atlanta úrslit. Sport Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir Íslenski boltinn Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira