Erlent

Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín

Kjartan Kjartansson skrifar
Grímuklæddur kjósandi í Moskvu greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem gerði Pútín forseta kleift að sitja í embætti í sextán ár í viðbót.
Grímuklæddur kjósandi í Moskvu greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem gerði Pútín forseta kleift að sitja í embætti í sextán ár í viðbót. Vísir/EPA

Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingarnar standa enn yfir.

Verði stjórnarskrárbreytingarnar samþykktar af meirihluta kjósenda getur Pútín boðið sig fram tvisvar aftur eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Þannig gæti hann setið á forsetastóli til ársins 2036.

Kjörstaðir voru opnaðir á fimmtudag en þjóðaratkvæðagreiðslan stendur yfir í sjö daga til að draga úr áhættu vegna kórónuveirufaraldursins. Útgönguspár rússneska ríkisins benda til þess að 76% þeirra sem hafa kosið til þessa styðji breytingarnar en 23,6% séu þeim andvíg. Reuters-fréttastofan segir það að mestu leyti í samræmi við skoðanakannanir sem voru gerðar fyrir atkvæðagreiðsluna.

Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa sagt þjóðaratkvæðagreiðsluna skrípaleik og lýst áhyggjum af því að úrslitum hennar verði hagrætt.


Tengdar fréttir

Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag

Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.