Fyrirliðinn tryggði Burnley stigin þrjú gegn Palace

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Burnley fagna marki Ben Mee í kvöld.
Leikmenn Burnley fagna marki Ben Mee í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images

Jóhann Berg Guðmundsson var enn frá vegna meiðsla er Burnley vann Southampton 0-1 á útivelli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað enda bæði lið - þannig séð - aðeins að spila upp á heiðurinn. Hvorugt er í neinni fallhættu af viti og möguleikar á Evrópukeppni eru engir. Leikurinn bar þess merki.

Fór það svo að gestirnir unnu 0-1 útisigur þökk sé marki fyrirliðans Ben Mee eftir sendingu Ashley Westwood.

Burnley er nú komið upp í 8. sæti deildarinnar með 45 stig á meðan Crystal Palace er með 42 stig í 11. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.