Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 07:12 Íbúar í Dallas í Texas bíða eftir því að komast í skimun fyrir kórónuveirunni. Vísir/getty Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47
Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21