Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 18:20 Húsið, sem stendur á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, var gjörónýtt eftir brunann. Vísir/Vilhelm Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú létust af völdum eldsvoðans, tvö fundust látin í húsinu sem brann, en þriðja andlátið var skráð á sjúkrahúsi. Þá liggja tveir til viðbótar illa slasaðir á Landspítalanum vegna brunans. Um þrjú hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli í hádeginu í dag til þess að minnast þeirra sem létust í brunanum og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi. Gekk hópurinn að vettvangi brunans og fjöldi fólks lagði þar blóm við húsið sem brann. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll í dag til að sýna mótmælendum samstöðu. Þó ekki sé enn búið að bera kennsl á þau sem létust sagði Jakub Pilch, ræðismaður Póllands á Íslandi, að hinir látnu hafi líklegast verið pólskir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri. Þeir hafi verið tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Þá hafa íbúar Vesturbæjarins efnt til kyrrðarfundar við húsið klukkan 18, annað kvöld, til þess að votta þeim sem létust virðingu sína og láta í ljós samúð með aðstandendum þeirra. Þetta kemur fram á Facebook-síðunni Íbúasamtök Vesturbæjar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum „Lögreglan hefur rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi Slökkviliðs og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú á sjötta tímanum. 26. júní 2020 17:42
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23