Fótbolti

Misjafnt gengi Íslendinganna í Danmörku og Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hjörtur Hermannsson er lykilmaður í vörn Bröndby.
Hjörtur Hermannsson er lykilmaður í vörn Bröndby. Vísir/Getty

Hjörtur Hermannsson var á sínum stað í vörn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið heimsótti Nordsjælland.

Hjörtur lék allan leikinn og uppskar gult spjald í 0-2 sigri Bröndby sem styrkti þar með stöðu sína í 4.sæti deildarinnar.

Í norsku úrvalsdeildinni var Íslendingaslagur þegar Ari Leifsson og félagar í Strömsgodset fengu Álasund í heimsókn. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson voru í byrjunarliði gestanna á meðan Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður.

Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord í 0-1 tapi fyrir Haugasund og Dagur Dan Þórhallsson kom inná sem varamaður í 1-2 tapi Mjondalen gegn Kristiansund.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn þegar lið hans, Bodo/Glimt, lagði Sarpsborg að velli, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×