„Ekki hægt að segja af eða á hvort að þetta eða hitt sé gildur kjörseðill“ Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2020 21:05 Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og loka klukkan 22. Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt að segja af eða á hvort að þetta eða hitt sé gildur kjörseðill. Það þarf bara að meta hvern seðil fyrir sig.“ Þetta segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, en talsverð umræða hefur skapast meðal kjósenda á samfélagsmiðlum um hvort að atkvæði viðkomandi verði talið gilt. Ekki voru neinir kassar fyrir fram nöfn frambjóðenda á gulum kjörseðlinum og hafa netverjar einhverjir verið að velta fyrir sér hvort að sú aðferð sem þeir beittu við að merkja við frambjóðenda muni reynast góð og gild. Örugglega. Ein sem ég þekki hefur miklar áhyggjur því hun setti X-ið fyrir neðan nafnið sem má víst ekki.— María Stefánsdóttir (@Maria_Asdis) June 27, 2020 Erla segir að það sé sjónarmið að lögin segi að vilji kjósandans eigi að ráða. „Það þarf ekki sjálfkrafa að valda ógildi seðilsins þó að krossinn sé ekki á réttum stað fyrir framan eða hvernig sem það er. Það þarf bara að meta hvern seðil fyrir sig.“ En hringur í kringum nafnið? „Það þarf ekki að valda ógildi. En ef hringurinn er mjög stór og nær um allan seðil þá er seðillinn til dæmis ógildur. Það mega til dæmis ekki vera nein sérstök auðkenni á seðlinum, sem sett eru að ásettu ráði. Stundum hefur það verið viðloðandi að fólk setur auðkenni – hjarta eða einhverjar myndir. Það velur ógildi seðilsins.“ Og ljóð á seðlinum? „Algerlega ógilt. Kológilt,“ segir Erla. Forsetakosningar 2020 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Það er ekki hægt að segja af eða á hvort að þetta eða hitt sé gildur kjörseðill. Það þarf bara að meta hvern seðil fyrir sig.“ Þetta segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, en talsverð umræða hefur skapast meðal kjósenda á samfélagsmiðlum um hvort að atkvæði viðkomandi verði talið gilt. Ekki voru neinir kassar fyrir fram nöfn frambjóðenda á gulum kjörseðlinum og hafa netverjar einhverjir verið að velta fyrir sér hvort að sú aðferð sem þeir beittu við að merkja við frambjóðenda muni reynast góð og gild. Örugglega. Ein sem ég þekki hefur miklar áhyggjur því hun setti X-ið fyrir neðan nafnið sem má víst ekki.— María Stefánsdóttir (@Maria_Asdis) June 27, 2020 Erla segir að það sé sjónarmið að lögin segi að vilji kjósandans eigi að ráða. „Það þarf ekki sjálfkrafa að valda ógildi seðilsins þó að krossinn sé ekki á réttum stað fyrir framan eða hvernig sem það er. Það þarf bara að meta hvern seðil fyrir sig.“ En hringur í kringum nafnið? „Það þarf ekki að valda ógildi. En ef hringurinn er mjög stór og nær um allan seðil þá er seðillinn til dæmis ógildur. Það mega til dæmis ekki vera nein sérstök auðkenni á seðlinum, sem sett eru að ásettu ráði. Stundum hefur það verið viðloðandi að fólk setur auðkenni – hjarta eða einhverjar myndir. Það velur ógildi seðilsins.“ Og ljóð á seðlinum? „Algerlega ógilt. Kológilt,“ segir Erla.
Forsetakosningar 2020 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira