Fótbolti

Matthías allt í öllu í sigri gegn Axel og fé­lögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson í leik gegn Vålerenga.
Matthías Vilhjálmsson í leik gegn Vålerenga. vísir/getty

Matthías Vilhjálmsson var allt í öllu er Vålerenga vann 2-1 sigur á Viking í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Matthías og Axel Óskar Andrésson spiluðu báðir allan leikinn.

Matthías skoraði fyrsta markið á 18. mínútu leiksins er hann skallaði inn aukaspyrnu Herolind Shala.

Vålerenga fékk vítaspyrnu á 62. mínútu en dómarinn vildi þá meina að Axel Óskar Andrésson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs Viking.Matthías fór á punktinn en markvörður Viking sá við honum.

Það var svo stundarfjórðungi síðar sem Ylldren Ibrahimaj jafnaði metin. Sigurmarkið skoraði Deyver Vega fjórum mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur 2-1 sigur Vålerenga sem er með sjö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Viking er hins vegar með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×