Fótbolti

Fjögur ár frá krafta­verkinu í Nice | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar fagnar eftir sigurinn fræga.
Aron Einar fagnar eftir sigurinn fræga. vísir/getty

Í dag eru fjögur ár frá því að Ísland gerði sér lítið fyrir og hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016.

Ísland fór upp úr riðlinum eftir mikla dramatík gegn Austurríki í París og næst var það stjörnum prýtt lið Englendinga sem beið í Nice.

Það voru ekki margir sem höfðu trú á íslenska liðinu í þeim en strákarnir okkar hlustuðu ekki á það og slógu út Englendinga.

Samfélagsmiðlar UEFA og EM hafa verið að rifja upp að undanförnu hvað hefur gerst á ákveðnum dögum síðustu ár og dagurinn í dag er tileinkaður íslenska landsliðinu.

Rætt var meðal annars við Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða, og Heimi Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfara, og þeir rifja upp sigurinn magnaða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.