Sólveig Anna gagnrýnir Liverpool-mynd Katrínar Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 21:12 Sólveig Anna segir það sjálfsagt að forsætisráðherra ræði áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi það verið óviðeigandi. Vilhelm/Twitter Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki við hæfi að forsætisráðherra hafi birt mynd af sér að fagna Englandsmeistaratitli Liverpool í gær þegar fólk var í lífshættu eftir eldsvoðann á Bræðraborgarstíg. Henni sé velkomið að skrifa færslur um áhugamál sín en í ljósi aðstæðna hafi hún frekar átt að beina athyglinni að þeim harmleik sem átti sér stað. „Mér finnst ekki við hæfi að forsætisráðherra birti færslu um fótboltaleik þegar að fólk er slasað og í lífshættu eftir skelfilegan eldsvoða, en þannig var staðan í gærkvöld, og þegar slökkviliðsfólk hefur lagt sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim sem föst voru inn í húsinu,“ skrifar Sólveig Anna á Facebook-síðu sína. Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020 Hún segir valdafólk landsins hafa frekar átt að viðurkenna þau samfélagslegu vandamál sem hafa fengið að „grassera meira og minna óáreitt“ undir fallegu yfirborði landsins. Þrátt fyrir að Ísland sé norrænt velferðarsamfélag sé stór hópur fólks verulega jaðarsett. „Þetta fólk á það líka skilið að ráðamanneskjur hér viðurkenni tilvist þeirra. Fólkið í óíbúðarhæfu húsunum og iðnaðarhúsunum þarf mest á því að halda af öllum að með þeim sé staðið af þeim sem geta sannarlega breytt samfélaginu, og tilvera þeirra gerð mannsæmandi og góð.“ Þá gagnrýnir Sólveig Anna aðbúnað verkafólks hér á landi og segir aðstæður þeirra vera til skammar. Hún tekur undir orð Drífu Snædal þar sem hún gagnrýndi að meira púður færi í að elta uppi verkafólk en að taka á glæpamönnum og óheiðarlegum atvinnurekendum. Sérstakur bíll hefði það hlutverk að leita fólk uppi á meðan „atvinnurekendur sem nýta sér bága stöðu þessa hóps fá bókstaflega frítt spil“. Hún segist hafa nóg af yfirborðskenndri stemningu stjórnvalda og fullyrðingum að allir séu saman í liði. Þess vegna leyfi hún sér að gagnrýna myndbirtinguna. „Ég vil að við fókuserum á og tölum um það sem máli skiptir. Það er löngu tímabært.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35 Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Reyndi að bjarga lífi sínu með því að stökkva Andor Tibor Vasile, íbúi á Bræðraborgarstíg, bað meðleigjanda sinn um að stökkva ekki út um glugga á húsinu heldur bíða eftir aðstoð. 26. júní 2020 20:35
Þolinmæði ráðherra gagnvart illri meðferð á verkafólki á þrotum Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að fjöldi erlendra verkamanna búi við óviðunandi aðbúnað hér á landi. 26. júní 2020 17:23
Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31