Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 12:00 Enginn slökkvibíla Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var fullmannaður þegar útkall barst vegna bruna að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira