Innlent

Sam­komu­lag um fram­hald þing­starfa og loka í höfn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Samkomulag er í höfn um framhald þingstarfanna og lok þeirra. 
Samkomulag er í höfn um framhald þingstarfanna og lok þeirra.  Vísir/Vilhelm

Samkomulag er komið í höfn á milli þingflokksformanna um framhald þingstarfanna og lok þeirra að sögn Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks, sem brá sér af fundi þingflokksformanna til að ræða við fréttastofu. Hann segir að einungis standi eftir örfáir lausir endar.

Samkomulagið er á þá leið að mikið af þeim stjórnarfrumvörpum sem eru tilbúin til afgreiðslu verða kláruð og síðan eitt þingmannafrumvarp frá hverjum flokki.

„Við reynum að klára sem mest á mánudaginn en svo verður að koma í ljós hvort eitthvað dregst fram á þriðjudag. Þetta er svolítill sprettur.“

Eru málin ekki um fjörutíu talsins?

„Það má segja það. eins og þetta lítur út núna, ef við leggjum saman ríkisstjórnarmál og þingmannamál þá eru þetta svona rúmlega fjörutíu mál sem er stefnt að því að klára.“

Þing verður kallað saman á ný í lok ágúst eða byrjun september í átta eða níu daga en þá verður endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar tekin fyrir vegna breyttra forsenda í efnahagsmálum. Hlutdeildarlán félagsmálaráðherra verður þá einnig tekið fyrir á þingstubbi síðsumars.

Er þetta ásættanleg niðurstaða að þínu mati?

„Þetta er alveg viðunandi. Þetta er í samræmi við það sem gert hefur verið við þinglok fram að þessu. Nú erum við með svolítið sérstakar aðstæður því þinghaldið dróst fram eftir út af Covid ástandinu í vor þannig að það hefur öllu seinkað svolítið.“


Tengdar fréttir

Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli

Umræðu um samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára lauk í dag. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×