Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 12:56 Hanna Katrín Friðriksson kveðst bjartsýnni í dag en í gær um að það fari að losna úr þeim hnút sem uppi hafi verið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti sína síðustu ræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára á Alþingi í dag. Vísir Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira