Innlent

Þúsund taka þátt í NATO-æfingunni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hér má sjá HMS Kent, breska freygátu sem tekur þátt í æfingunni, við höfn í gær.
Hér má sjá HMS Kent, breska freygátu sem tekur þátt í æfingunni, við höfn í gær. Vísir/Sigurjón

Um þúsund manns taka þátt í heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem hefst á mánudag. 

Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose er haldin nú 29. júní til 10. júlí og verður framvegis á Íslandi á oddatöluárum. Þessar æfingar hafa hingað til verið haldnar árlega í Noregi, fyrir utan árið 2017 þar sem hún fór fram hér á landi, en nú munu löndin tvö skiptast á.

Utanríkisráðherra segir um þúsund manns taka þátt í æfingunni nú frá sex þjóðum, auk Íslendinga. Fimm kafbátar, fimm herskip og fjórar flugvélar.

„Umfangið er ekki mikið í samanburði við það sem við höfum séð að undanförnu en það liggur alveg fyrir að við höfum gert ráð fyrir því að þessar og sambærilegar æfingar verði hér á næstu árum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Hann segir æfingina nú, og æfingar framtíðarinnar, hluta af þeirri stefnu Íslands að vera virkur þátttakandi í NATO.

„Það gerum við auðvitað vegna þess að það er okkar hagur og tryggir okkar varnir. Það er mikilvægt að hér sé bæði viðbúnaður til staðar og sömuleiðis að menn séu búnir að þjálfa sig eins og er gert í þessum æfingum,“ bætir Guðlaugur Þór við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×