Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 11:17 Smit kom upp í ráðuneytum þeirra Kristjáns Þórs Júlíussonar og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, þó ekki á ráðherragangi. Fimmtán starfsmenn ráðuneytisins eru komnir í sjálfskipað sóttkví. visir/vilhelm Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með COVID-19. Mbl greindi frá þessu nú í morgun. Þetta þýðir að um 15 starfsmenn fara í sóttkví eða allir þeir sem störfuðu á sömu hæð og hinn smitaði. Í frétt mbl segir að smitið hafi ekki komið fram á ráðherragangi sem þýðir að þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hafa þar aðsetur þurfa ekki við svo búið að fara í sóttkví. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir að skrifstofur ráðherra séu ekki á hæðinni sem smitið kom upp og þar af leiðandi eru þeir ekki í sóttkví. Um leið og grunur kom upp um Covid-sýkingu á hæðinni í gærkvöldi fóru allir fimmtán starfsmenn sem þar starfa í sjálfskipaða sóttkví á meðan beðið er frekari fyrirmæla frá smitrakningarteymi. Mbl.is telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hinn smitaði starfsmaður hafi smitast eftir „eftir samskipti við knattspyrnukonu hjá Breiðabliki, sem greindist með kórónuveiruna í gær. Allir sem höfðu verið berskjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við knattspyrnukonuna þurfa að fara í sóttkví í fjórtán daga.“ Smitrakningarteymi vinnur nú að því að rekja smitið. Í samtali við fréttastofu segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að um sé að ræða fyrsta innanlandssmitið frá því í apríl; fyrsta hópsýkingin sem kemur upp. En nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir sagði frá því í gær að smit hafi komið upp innan raða Blika í Kópavogi: Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. Kl. 11:46 - Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41 Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Margrét Lára um smitið: Eitthvað sem að maður hefur óttast og engum að kenna „Þetta er eitthvað sem að maður hefur óttast,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Pepsi Max mörkunum í kvöld um það að leikmaður Breiðabliks hefði smitast af kórónuveirunni. 25. júní 2020 23:41
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. 25. júní 2020 19:52