Innlent

Tæp 47 þúsund nýtt atkvæðisréttinn

Andri Eysteinsson skrifar
Frá kjörstað í Smáralind.
Frá kjörstað í Smáralind. Vísir/Jóhann K.

Kjörsókn utan kjörfundar fyrir forsetakosningarnar sem fara fram á morgun, laugardaginn 27. júní, hefur verið meiri en í undanförnum kosningum. Alls hafa nú 46.648 greitt atkvæði utan kjörfundar samkvæmt Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Við lok kjörstaða í gær höfðu 45.929 greitt atkvæði utan kjörfundar og í dag hafa 719 bæst í hópinn.

Hægt er að bera saman kjörsókn við fyrri ár sé miðað við lok kjörstaða í gær.

Fyrir átta árum síðan, þegar Ólafur Ragnar Grímsson náði endurkjöri þegar hann bar sigurorð af Þóru Arnórsdóttur höfðu 30.300 greitt atkvæði á sama tíma. Þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, náði kjöri fyrir fjórum árum höfðu 36.137 nýtt kosningaréttinn.

Kjósendur úr Norðausturkjördæmi komi fyrir 14:30

Bergþóra segir kjörstaðina þrjá sem opnir eru á höfuðborgarsvæðinu vera opna til klukkan 22:00 í kvöld. Opið er á tveimur stöðum í verslunarmiðstöðinni Smáralind og einnig undir stúkunni á Laugardalsvelli.

Á morgun, kjördag, verður kjörstaðurinn í Smáralind opinn fyrir þá sem eiga lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins frá 10 til 17.

Bergþóra vill vekja athygli á því að vegna flugsamganga verða kjósendur í Norðausturkjördæmi, sem greiða atkvæði eftir 14:30, að koma atkvæðum sínum sjálfir til skila. Komi kjósendur fyrir þann tíma gerist slíkt ekki þörf.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×