Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 11:01 Eldur í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17