Innlent

Ók á hjólreiðamann og stakk af

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um að bíl hafi verið ekið á hjólreiðamann í Breiðholti.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um að bíl hafi verið ekið á hjólreiðamann í Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um að bíl hafi verið ekið á hjólreiðamann í Breiðholti. Ökumaður bílsins fór af vettvangi en hjólreiðamaðurinn hlaut aðeins skrámur og taldi sig ekki þurfa á sjúkrahús, samkvæmt dagbók lögreglu.

Vitni náði þó skráningarnúmeri bílsins og lýsingu af ökumanni hans. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.

Ölvaður ökumaður var stöðvaður í Grafarvogi í nótt en sá hafði áður verið sviptur bílprófi. Hann hefur ítrekað brotið af sér með þessum hætti. Þá var annar ökumaður stöðvaður við Fiskislóð í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×