Innlent

Hjólreiðakona fékk heilahristing eftir að bílhurð var opnuð fyrir framan hana

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti.
Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Vísir/Vilhelm

Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar. Sjúkraflutningamenn töldu hana hafa fengið heilahristing og var ekki hægt að ræða við hana á vettvangi sökum þess hve illa áttuð hún var. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig að tilkynning hafi borist umferðarslys við Fífuna á tíunda tímanum í gær. Þar höfðu tvær ungar stúlkur verið á vespu og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Þær fóru yfir hól og féllu tvo metra niður og lentu á ljósastaur.

Hvorug stúlkan var með hjálm samkvæmt dagbók lögreglu og voru þær fluttar á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám. Þá var málið tilkynnt til Barnaverndar.

Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi stöðvuð lögregluþjónar bíl á Bústaðavegi en ökumaður hans reyndist sviptur ökuréttindum og þar að auki var hann með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bílsins. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri ekki með bílpróf en viðurkenndi að barn hans ætti að vera í bílstól. Barnsmóðir hans var einnig í aftursæti bílsins.

Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti.

Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjavíkurvegi rétt fyrir átta í gærkvöldi en sá reyndist ölvaður og hafði áður verið sviptur bílprófi. Ökumaður og farþegi annars bíls sem stöðvaður var í gærkvöldi eru grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna og lyfja. Lögðu lögregluþjónar hald á ætluð fíkniefni og söluhagnað fyrir rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×