Innlent

Efling hefur haft áhyggjur af aðbúnaði í húsinu sem brann

Andri Eysteinsson skrifar
Eldur í húsi á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu
Eldur í húsi á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu Vísir/Vilhelm

Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins.

Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Efling hefði haft áhyggjur af aðbúnaði starfsmannanna. „Við höfðum dálitlar áhyggjur af því að aðbúnaður í þessu nýja húsnæði væri með svipuðu móti og í fyrra. Það er almenn reynsla verkafólks að það sé þröngt búið og búið í mjög óöruggu húsnæði,“ sagði Benjamin og bætti við að Eflingu hefði þótt ástæða til að fylgjast vel með því.

Benjamín sagði þó að ekki væri vitað til þess að aðstæður í húsnæðinu væru með þeim hætti sem áhyggjur voru af. „Það hefur reynst þrautinni þyngri að fylgjast með,“ sagði Benjamín.

„Við munum hafa auga með þessu, vinnuaðstæðum og vistaverum starfsfólks í starfsmannaleigum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.