Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. febrúar 2019 19:00 Grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið. Þá hefur lögreglu verið gert viðvart. Rúmenarnir starfa eða störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu efh. í byggingariðnaði. Þeir dvelja í þessu ólöglega íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi ásamt fjölda annarra Rúmena og búa þeir mjög þröngt.„Fæ ekkert borgað“ Romeo Sarga hefur unnið fyrir starfsmannaleiguna í sex mánuði. „Það eru alltaf vandræði með peninga. Við fáum aldrei borgað. Við fáum ekki borgaða yfirvinnu, við fáum ekkert borgað,“ segir Romeo og bætir við að fjölmargir Rúmenar séu í sömu sporum. „Margir menn, fjörutíu eða fimmtíu menn,“ segir Sarga. Hann segir þá alla vera að gefast upp. „Ég kom hingað til að hjálpa fjölskyldunni minni. En ég fæ ekkert borgað,“ segir Sarga. Vísir/SigurjónFjallað um leiguna í Kveik Þegar fréttastofa var á staðnum mættu fulltrúar ASÍ enda hafa samtökin lengi haft grun um að starfsmannaleigan fari illa með starfsmenn. Fjallað var um starfsmannaleiguna í þættinum Kveik á RÚV í fyrrahaust. „Eins og þeir eru að upplýsa okkur núna og við höfum enga ástæðu til að efast um þá náttúrulega bæði er verið að ræna af þeim launum. Sumir segjast ekki hafa fengið greidd laun mánuðum saman og aðrir lítið sem ekki neitt. Við sjáum náttúrulega þessar aðstæður sem þeir búa við og borga stórfé fyrir þannig það er engin ástæða til að ætla annað en að hér sé um að ræða alvarlega brotastarfsemi,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. „Að mínu mati er þetta nauðgunavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikniga hjá þeim þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum,“ segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2Vel falin Mennirnir segjast borga tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu og að fyrirframgreiðsla sé skráð á launaseðla sem þeir hafi aldrei fengið. Halldór segir málið nokkuð óvenjulegt þar sem meint svik virðist vel falin þar sem gögn frá starfsmannaleigunni gefi til kynna að hlutirnir séu í lagi. „Samkvæmt þessu virðast þeir vera að framleiða einhverja pappíra fyrir okkur og opinbera aðila sem eru síðan á skjön við raunveruleikann,“ segir Halldór og bætir við að aðstæður mannanna séu ömurlegar. „Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim,“ segir Halldór. Vísir/SigurjónHafa enga peninga svo enginn kemst burt Rúmenarnir lýsa því að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til forsvarsmanna leigunnar sé fátt um svör. Nokkrir mannanna hættu að mæta til vinnu á dögunum vegna þess að þeir hefðu ekki fengið laun greidd. Þeir segja að í gær hafi ógnandi menn mætt og hótað þeim að reka þá út. „Hvert eigum við að fara? Við höfum enga peninga. Svo það fer enginn héðan,“ segir Grigore Daniel, starfsmaður leigunnar. Þá er starfsmannaleigan með annað eins húsnæði á Dalvegi í Kópavogi þar sem fjöldi verkamanna dvelja í svipuðum aðstæðum. Húsnæðið er fyrir ofan bónþvottastöð sem gerir það að verkum að þar er stæk tjöruleysislykt og segjast mennirnir verða veikir af henni. Nokkrir mannanna voru boðaðir á fund Eflingar ásamt fulltrúum ASÍ í dag og lögðu fram gögn vegna launamála sinna. ASÍ hefur leitað til lögreglu vegna málsins. „Við höfum enga ástæðu til að rengja upplýsingar mannanna. Mér sýnist annars vegar vera um að ræða umfangsmikla brotastarfsemi af hálfu þessa fyrirtækis. Mögulega skjalafals og eitthvað ennþá verra og gagnvart þessum starfsmönnum er þetta nauðungarvinna og mögulega þrælahald,“ segir Halldór. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en vísaði öllum ásökunum á bug. Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið. Þá hefur lögreglu verið gert viðvart. Rúmenarnir starfa eða störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu efh. í byggingariðnaði. Þeir dvelja í þessu ólöglega íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi ásamt fjölda annarra Rúmena og búa þeir mjög þröngt.„Fæ ekkert borgað“ Romeo Sarga hefur unnið fyrir starfsmannaleiguna í sex mánuði. „Það eru alltaf vandræði með peninga. Við fáum aldrei borgað. Við fáum ekki borgaða yfirvinnu, við fáum ekkert borgað,“ segir Romeo og bætir við að fjölmargir Rúmenar séu í sömu sporum. „Margir menn, fjörutíu eða fimmtíu menn,“ segir Sarga. Hann segir þá alla vera að gefast upp. „Ég kom hingað til að hjálpa fjölskyldunni minni. En ég fæ ekkert borgað,“ segir Sarga. Vísir/SigurjónFjallað um leiguna í Kveik Þegar fréttastofa var á staðnum mættu fulltrúar ASÍ enda hafa samtökin lengi haft grun um að starfsmannaleigan fari illa með starfsmenn. Fjallað var um starfsmannaleiguna í þættinum Kveik á RÚV í fyrrahaust. „Eins og þeir eru að upplýsa okkur núna og við höfum enga ástæðu til að efast um þá náttúrulega bæði er verið að ræna af þeim launum. Sumir segjast ekki hafa fengið greidd laun mánuðum saman og aðrir lítið sem ekki neitt. Við sjáum náttúrulega þessar aðstæður sem þeir búa við og borga stórfé fyrir þannig það er engin ástæða til að ætla annað en að hér sé um að ræða alvarlega brotastarfsemi,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. „Að mínu mati er þetta nauðgunavinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða og ég er búin að sjá bankareikniga hjá þeim þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum,“ segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ. Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2Vel falin Mennirnir segjast borga tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu og að fyrirframgreiðsla sé skráð á launaseðla sem þeir hafi aldrei fengið. Halldór segir málið nokkuð óvenjulegt þar sem meint svik virðist vel falin þar sem gögn frá starfsmannaleigunni gefi til kynna að hlutirnir séu í lagi. „Samkvæmt þessu virðast þeir vera að framleiða einhverja pappíra fyrir okkur og opinbera aðila sem eru síðan á skjön við raunveruleikann,“ segir Halldór og bætir við að aðstæður mannanna séu ömurlegar. „Þetta er ekki mönnum bjóðandi og ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað. Þetta er hrein mannvonska en að baki býr þessi gróðahyggja, það er að segja, að hafa sem mest af þeim,“ segir Halldór. Vísir/SigurjónHafa enga peninga svo enginn kemst burt Rúmenarnir lýsa því að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til forsvarsmanna leigunnar sé fátt um svör. Nokkrir mannanna hættu að mæta til vinnu á dögunum vegna þess að þeir hefðu ekki fengið laun greidd. Þeir segja að í gær hafi ógnandi menn mætt og hótað þeim að reka þá út. „Hvert eigum við að fara? Við höfum enga peninga. Svo það fer enginn héðan,“ segir Grigore Daniel, starfsmaður leigunnar. Þá er starfsmannaleigan með annað eins húsnæði á Dalvegi í Kópavogi þar sem fjöldi verkamanna dvelja í svipuðum aðstæðum. Húsnæðið er fyrir ofan bónþvottastöð sem gerir það að verkum að þar er stæk tjöruleysislykt og segjast mennirnir verða veikir af henni. Nokkrir mannanna voru boðaðir á fund Eflingar ásamt fulltrúum ASÍ í dag og lögðu fram gögn vegna launamála sinna. ASÍ hefur leitað til lögreglu vegna málsins. „Við höfum enga ástæðu til að rengja upplýsingar mannanna. Mér sýnist annars vegar vera um að ræða umfangsmikla brotastarfsemi af hálfu þessa fyrirtækis. Mögulega skjalafals og eitthvað ennþá verra og gagnvart þessum starfsmönnum er þetta nauðungarvinna og mögulega þrælahald,“ segir Halldór. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en vísaði öllum ásökunum á bug.
Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira