Innlent

Handtóku mann í rússneska sendiráðinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan handtók mann í rússneska sendiráðinu.
Lögreglan handtók mann í rússneska sendiráðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í sendiráði Rússlands við Túngötu í Reykjavík í dag. Þetta hefur Fréttablaðið fengið staðfest frá lögreglunni.

Þrír lögregluþjónar báru manninn út úr sendiráðinu í hand- og fótajárnum.

Í myndbandi sem Fréttablaðið birtir af atvikinu sést þegar lögreglumennirnir lyfta manninum inn í lögreglubíl eftir að hafa lagt hann á magann fyrir utan bílinn.

Uppfært klukkan 19:28:

Ekki fengust frekari upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði eftir þeim hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×