Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 15:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamót og að listi um ríki sem mega ferðast til svæðisins liggi þá fyrir. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Bandaríkjamenn verði ólíklega á þeim lista. Drög að tveimur listum sem New York Times hefur undir höndum sýna að Bandaríkin eru á hvorugum lista og er ástæðan sögð vera hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera á sama máli. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagðist hann ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að fá beint flug frá Bandaríkjunum hingað til lands og að menn væru almennt uggandi yfir því. Þá væri nauðsynlegt að standa vel að skimun ef svo færi. Rúmlega vika er liðinn frá því að skimun á landamærunum hófst og hafa tvö virk smit greinst við slíka skimun. Fleiri hafa greinst með gamalt smit og eru því ekki smitandi, þ.e. að leifar af veirunni finnast enn í nefkoki einstaklings en viðkomandi er þá með mótefni. Þórólfur sagði jákvætt hversu fá smit hafa greinst en þó væri of stuttur tími liðinn til þess að draga ályktanir. Hann leggur því til að skimun haldi áfram í það minnsta út júlí, enda skipti miklu máli að meta áhættuna og gögnin séu hjálpleg í því samhengi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01 2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Vill að skimað verði út júlí hið minnsta Aðeins tveir ferðamenn af þeim um það bil átta þúsund sem farið hafa í skimun vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands hafa reynst með virkt smit. Sóttvarnarlæknir vill að skimað verði áfram út næsta mánuð hið minnsta. 24. júní 2020 15:01
2000 megi koma saman 13. júlí og lengdur opnunartími skemmtistaða til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til við heilbrigðisráðherra á næstunni að takmörkunum vegna kórónuveirunnar verði næst aflétt 13. júlí næstkomandi. 24. júní 2020 14:38
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. 24. júní 2020 13:47