Innlent

HönnunarMars hófst í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Álfrún Pálsdóttir er kynningarstjóri HönnunarMars.
Álfrún Pálsdóttir er kynningarstjóri HönnunarMars.

Hátíðin fer nú fram í tólfta sinn og í fyrsta sinn er hún haldin í júnímánuði - en henni var frestað vegna faraldurs kórónuveirunnar.

„Þetta er tækifæri fyrir hönnuði til að koma og kynna sín verk og okkur finnst mjög vel við hæfi í þessu ástandi sem búið er að vera í samfélaginu að sýna þessa bjartsýni, framtíðina, þetta hugvit sem á að koma okkur út úr þessu ástandi sem við erum í núna. Þannig þetta er heppilegur tími til þess að halda HönnunarMars,“ sagði Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri HönnunarMars.

Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið.

„Ef fólk er að velta fyrir sér hvað það á að gera í dag þá mæli ég með að byrja í ráðhúsinu þar sem sýningin Næsta stopp, sýning um borgarlínuna, fer fram. Hafnartorgið er ákveðin miðja hjá okkur í ár. Hægt er að tækla ansi mikið með því að labba í gegnum Hafnartorgið,“ sagði Álfrún.

Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar.

„Ég hvet alla til að kíkja á HönnunarMars og skoða dagskránna. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldur ættu að nýta daginn. Fara að kjósa á laugardaginn og kíkja svo á HönnunarMars. Við hvetjum alla til að koma og finna þessa bjartsýni og jákvæðni sem á sér nú stað,“ sagði Álfrún. 


Tengdar fréttir

Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt

Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag.

Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst

#íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna.

Hönnunarmars hefst í dag

Hátíðin í ár verður með breyttu sniði. Áhersla verður lögð á smærri sýningar og hönnuðina sjálfa en stórir viðburðir á borð við opnunarhóf og málstofur fara fram á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.