Innlent

Kona á níræðisaldri vann 19,5 milljónir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sumir eru heppnari en aðrir.
Sumir eru heppnari en aðrir. Vísir/Vilhelm

„Loksins kom að því“ hefur Íslensk getspá eftir 86 ára gamalli konu sem hlaut fyrsta vinning í síðasta lottóútdrætti á laugardaginn var. Hún vann rúmlega 19,5 milljónir.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að konan hafi keypt sér lottómiða á lotto.is.

„Ég hef oft fengið litla vinninga en núna er loksins komið að þeim stóra hjá mér,“ er haft eftir konunni í tilkynningunni en þar segir að eiginmaður hennar hafi ekki trúað fréttunum fyrr en að hafa sjálfur sannreynt að símtalið sem hringt var úr þegar konunni var tilkynnt um vinninginn hafi verið skráð á Íslenska getspá.

Hjónin hafa ekki ákveðið í hvað peningurinn fer en segja að það yrði eitthvað mjög skemmtilegt, að því er fram kemur í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×