Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:15 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00