Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2020 19:55 Gunnar Bragi Sveinsson er 7. þingmaður suðvesturkjördæmis. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og svo margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur komið eru umbúðirnar flottar, blaðamannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið, mjög lítið, herra forseti,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir að Miðflokkurinn hafi reynt eftir fremsta megni að „ laga áform ríkisstjórnarinnar“ og liðka fyrir málum sem lögð hafa verið fram í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórnarflokkana hafa hamast við að klára þingmál sem ekki hafi fengið nægilega góða umfjöllun í þingnefndum. „Það eru engin vinnubrögð að ganga á lagið gagnvart stjórnarandstöðunni og ætlast til að ráðherrar geti rennt stórum, umdeildum og kostnaðarsömum málum í gegnum þingið í skjóli þess að þingstörfin læstust um mál tengd Kórónuveirunni.“ Ekki kappsmál Miðflokksins að þvælast fyrir Gunnar Bragi sagði flokk sinn, Miðflokkinn, oft hafa verið sakaðan um að „þvælast fyrir“ málum stjórnarflokkanna á þingi. „Okkur er það ekkert kappsmál að þvælast fyrir en þegar um grundvallarmál er að ræða líkt og að taka einhliða upp orkustefnu Evrópusambandsins í gegnum orkupakkana eða senda ríkissjóði reikninginn fyrir Borgarlínu bruðlinu, þá tökum við til varna,“ sagði Gunnar Bragi. Hann bætti þá við að sér fyndist stjórnmál dagsins í dag snúast of lítið um stjórnmál og meira um „umbúðir og læk á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa.“ „Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna,“ sagði Gunnar Bragi. Vörður frjálsra skoðanaskipta Eins vék Gunnar Bragi máli sínu að tjáningarfrelsinu, og benti á að það væri ekki við lýði alls staðar í heiminum. „Við höfum notið þess á Íslandi að geta rætt hlutina, verið ósammála eða sammála, haft málfrelsi og allar skoðanir hafa fengið á njóta sín. Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“ Benti hann þá á að Alþingi ætti að vera vörður frjálsra skoðanaskipta. „Pössum uppá lýðræðið, fullveldið, málfrelsið og einstök gæði landsins okkar. Góðar stundir.“ Í fréttinni hér að neðan má fylgjast með eldhúsdagsumræðum Alþingis í beinni útsendingu.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira