Enski boltinn

Agu­ero gæti verið frá út tíma­bilið: „Ég er ekki læknir en þetta lítur ekki vel út“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aguero liggur kvalinn á vellinum í gær.
Aguero liggur kvalinn á vellinum í gær. vísir/getty

Sergio Aguero meiddist á hné í stórsigri Manchester City á Burnley í kvöld en Argentínumanninum var skipt af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Hann meiddist á hné í 5-0 sigrinum en hann hafði fiskað víti áður en hann fór af velli skömmu fyrir leikhlé.

Framherjinn knái hefur verið að glíma við meiðsli og spilaði til að mynda einungis tíu mínútur í leiknum gegn Arsenal fyrr í vikunni.

„Þetta lítur ekki vel út. Þetta er eitthvað í hnénu og við munum skoða þetta betur á morgun (þriðjudag) hvað þetta er. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í hnénu svo við munum sjá,“ sagði Guardiola eftir leikinn.

„Á morgun (þriðjudag) munum við sjá það. Ég er ekki læknir en þetta lítur ekki vel út,“ bætti Guardiola við.

City lendir að öllum líkindum í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er langt á eftir toppliði Liverpool. Liðið berst þó í enska bikarnum og Meistaradeildinni og geta því enn unnið þrennuna eftir að liðið varð deildarbikarmeistari í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×