Segir alvarlegt að kjaradeila hjúkrunarfræðinga fari í gerðardóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 21:31 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“ Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist vilja að félagsmenn hennar kynni sér vel samning félagsins við ríkið og að þeir myndi sér skoðanir á honum áður en atkvæði verða greidd um hann. Hún segir alvarlegt að hluta kjaradeilunnar hafi verið vísað til gerðardóms. Samningurinn var kynntur fyrir félagsmönnum FÍH á fundi í dag. „Okkur náttúrulega finnst það bara grafalvarlegt mál. Að við skulum vera stödd þar, árið 2020, að launaliður svona stórrar kvennastéttar, skuli fara tvisvar sinnum í röð í gerðardóm. Þetta er náttúrulega bara rannsóknarefni og hér þarf að taka upp þessi mál og skoða þau af mikilli alvöru,“ segir Guðbjörg. Verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast í dag, var afstýrt seint í gærkvöldi með samkomulagi um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Þó náðist ekki samstaða um launaliðinn, en Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í kjölfar fundar aðila að hann verði sendur til gerðardóms, sem hann kemur til með að skipa. Guðbjörg segir FÍH líta það alvarlegum augum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Vísir/Vilhelm Vill ekki spá í spilin Aðspurð segist Guðbjörg ekki vilja spá fyrir um hvort félagsmenn FÍH samþykki þann samning sem nú liggur fyrir, og var kynntur í dag. „Eftir 15 mánaða setu í samninganefndinni með einn samning felldan þá spái ég ekki, og hef reyndar ekki gert. Ég vil bara 100% þátttöku af hálfu hjúkrunarfræðinga og að fólk myndi sér skoðanir.“ Hún segir að í samkomulaginu felist stytting vinnuvikunnar, sambærileg þeirri sem aðrar stéttir sem átt hafa í kjaraviðræðum við ríkið hafa fengið. Breytingar er lúta að styttri vinnuviku og bættu starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga taki gildi á næsta ári. Guðbjörg segir þann hluta samningsins veigamikinn þátt í öðrum samningum sem ríkið hefur gert undanfarið. Eins sé farið í þessum samningi. „Þetta er einn stærsti áhersluþátturinn af hálfu ríkisins og við fögnum því, því þetta var mjög stórt atriði í okkar kröfugerð, það er stytting vinnuvikunnar. Hún skiptir máli,“ segir Guðbjörg. Verkfall ef tillagan verður felld Guðbjörg segir að fari svo að tillagan sem nú verður borin undir félagsmenn FÍH verði felld, stefni allt í verkfall hjúkrunarfræðinga. „Ef tillagan er felld, þá stöndum við í nákvæmlega sömu sporum og við stóðum í gær. Þá bara förum við í verkfallsaðgerðir og höldum áfram baráttunni þar sem frá var horfið.“ Þá segir Guðbjörg að félagið verði að taka þeirri niðurstöðu sem gerðardómur kemst að. „Það er enginn að ákveða að ætla að biðja gerðardóm að ákveða launin sín. En við erum tilbúin að taka þeirri niðurstöðu, því það er það djúpstæð gjá á milli okkar og ríkisins, að við munum aldrei ná saman.“
Kjaramál Verkföll 2020 Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26 Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt 21. júní 2020 23:26
Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. 22. júní 2020 00:39
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent