Innlent

Fundi flug­freyja og Icelandair lokið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Vísir/Sigurjón

Fundi samninganefnda flugfreyja og Icelandair er nú lokið. Hann hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu.

Samninganefndirnar funduðu einnig á föstudaginn og var sá fundur mun lengri en áætlað var. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kjaradeilan sé einstaklega erfið, þung og flókin en samninganefndirnar hafi komið vel undirbúnar í dag. Í upphafi kjaradeilunnar hafi verið ágreiningur um 50 atriði en þeim hafi nú fækkað.

Fyrir fundinn á föstudaginn hafði lítið gerst í viðræðunum frá því að Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×