Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júní 2020 00:39 Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. Í samtali við fréttastofu sagði Aðalsteinn að sögulegt samkomulag hafi náðst um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Miðlunartillagan sé óvenjuleg lausn en kringumstæðurnar séu einnig gríðarlega óvenjulegar. „Þetta er búið að vera mjög ströng, flókin og þung kjaradeila eins og allir þekkja. Við erum búin að sitja við lengi núna. Okkar samtali lauk með því að ég lagði fram miðlunartillögu. Með þessari miðlunartillögu er verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast á morgun afstýrt,“ sagði Aðalsteinn í Karphúsinu í kvöld. Miðlunartillagan mun vera send rafrænt til félagsmanna í Fíh og munu félagsmenn greiða atkvæði um hana frá og með hádegi næsta miðvikudags en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 10:00 næsta laugardag. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson mun greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Hjúkrunarfræðingar geti verið stoltir af staðfastri forystusveit Aðalsteinn sagði lausnina sem beitt er vera óvenjulega. „Það sem ég get sagt er að þetta er heldur óvenjuleg lausn, óvenjuleg leið sem ég fer hér. Ég réttlæti hana með því að við erum að tala um gríðarlega mikilvæga stétt hjúkrunarfræðinga og líka gríðarlega óvenjulegar kringumstæður. Þess vegna fannst mér rétt að leggja fram þessa miðlunartillögu. Miðlunartillagan felur í sér allt það sem sátt náðist um og það eru mjög mörg atriði sem gott samtal og góð sátt var um á milli samningsaðila.“ Ríkissáttasemjari sagði samninganefndirnar hafa lagt hart að sér. Samninganefnd ríkisins hafi unnið af stakri fagmennsku og Fíh geti verið stolt af sinni „staðföstu forystusveit.“ Í fréttatilkynningu sem send var út vegna lausnarinnar sagði að nefndirnar hefðu náð samkomulagi um hartnær öll atriði kjarasamningsins. Það sem ekki náðist samstaða um, launaliðurinn, verður sendur í gerðardóm að sögn Aðalsteins. „Það var mitt mat að það myndi ekki nást samstaða um það við samningaborðið og því vísa ég því í sérstakan gerðardóm samkvæmt miðlunartillögunni.“ Vísað var til gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra en þá reyndist mikið ósætti við niðurstöður dómsins. Aðalsteinn segist trúa því að litið verði á þetta með jákvæðum augum. Þessi tillaga, án þess að ég fari mjög ítarlega í hana, þá fer mjög skilgreint atriði sem snýr að launum hjúkrunarfræðinga í gerðardóm. Ég hef trú á því að það verði litið á þetta með jákvæðum augum. Sögulegt samkomulag náðist um breytt vinnufyrirkomulag Aðalsteinn segir að á meðal þess sem samninganefndirnar hafi komið sér saman um sé fyrirkomulag sem varðar styttingu vinnuvikunnar og breytt vinnufyrirkomulag. Sagði ríkissáttasemjari að góð sátt hafi náðst um málið. „Núna hefur náðst samkomulag sem ég myndi segja að væri sögulegt samkomulag um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa verið leiðandi í því starfi, sagði Aðalsteinn og bætti við að í raun væri ógerlegt að fara yfir nákvæmlega hvað í því fælist vegna þeirra fjölmörgu þátta sem að því koma. Fréttir hafa borist að því að hjúkrunarfræðingar hefðu farið fram á hækkanir sem væru umtalsvert meiri en aðrir á vinnumarkaði hafa fengið. Aðalsteinn sagði best að hjúkrunarfræðingar sjálfir segðu frá eigin kröfum en ekki að ríkissáttasemjari fengi það hlutverk. Það sem ég get sagt er að það fara afmörkuð atriði í þennan gerðardóm. Það verður á ábyrgð félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að kynna miðlunartillöguna fyrir sínum félagsmönnum. Það er rétt að félagar í Fíh fái fyrst að vita nákvæmlega hvað í henni felst. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. Í samtali við fréttastofu sagði Aðalsteinn að sögulegt samkomulag hafi náðst um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Miðlunartillagan sé óvenjuleg lausn en kringumstæðurnar séu einnig gríðarlega óvenjulegar. „Þetta er búið að vera mjög ströng, flókin og þung kjaradeila eins og allir þekkja. Við erum búin að sitja við lengi núna. Okkar samtali lauk með því að ég lagði fram miðlunartillögu. Með þessari miðlunartillögu er verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast á morgun afstýrt,“ sagði Aðalsteinn í Karphúsinu í kvöld. Miðlunartillagan mun vera send rafrænt til félagsmanna í Fíh og munu félagsmenn greiða atkvæði um hana frá og með hádegi næsta miðvikudags en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 10:00 næsta laugardag. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson mun greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Hjúkrunarfræðingar geti verið stoltir af staðfastri forystusveit Aðalsteinn sagði lausnina sem beitt er vera óvenjulega. „Það sem ég get sagt er að þetta er heldur óvenjuleg lausn, óvenjuleg leið sem ég fer hér. Ég réttlæti hana með því að við erum að tala um gríðarlega mikilvæga stétt hjúkrunarfræðinga og líka gríðarlega óvenjulegar kringumstæður. Þess vegna fannst mér rétt að leggja fram þessa miðlunartillögu. Miðlunartillagan felur í sér allt það sem sátt náðist um og það eru mjög mörg atriði sem gott samtal og góð sátt var um á milli samningsaðila.“ Ríkissáttasemjari sagði samninganefndirnar hafa lagt hart að sér. Samninganefnd ríkisins hafi unnið af stakri fagmennsku og Fíh geti verið stolt af sinni „staðföstu forystusveit.“ Í fréttatilkynningu sem send var út vegna lausnarinnar sagði að nefndirnar hefðu náð samkomulagi um hartnær öll atriði kjarasamningsins. Það sem ekki náðist samstaða um, launaliðurinn, verður sendur í gerðardóm að sögn Aðalsteins. „Það var mitt mat að það myndi ekki nást samstaða um það við samningaborðið og því vísa ég því í sérstakan gerðardóm samkvæmt miðlunartillögunni.“ Vísað var til gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra en þá reyndist mikið ósætti við niðurstöður dómsins. Aðalsteinn segist trúa því að litið verði á þetta með jákvæðum augum. Þessi tillaga, án þess að ég fari mjög ítarlega í hana, þá fer mjög skilgreint atriði sem snýr að launum hjúkrunarfræðinga í gerðardóm. Ég hef trú á því að það verði litið á þetta með jákvæðum augum. Sögulegt samkomulag náðist um breytt vinnufyrirkomulag Aðalsteinn segir að á meðal þess sem samninganefndirnar hafi komið sér saman um sé fyrirkomulag sem varðar styttingu vinnuvikunnar og breytt vinnufyrirkomulag. Sagði ríkissáttasemjari að góð sátt hafi náðst um málið. „Núna hefur náðst samkomulag sem ég myndi segja að væri sögulegt samkomulag um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa verið leiðandi í því starfi, sagði Aðalsteinn og bætti við að í raun væri ógerlegt að fara yfir nákvæmlega hvað í því fælist vegna þeirra fjölmörgu þátta sem að því koma. Fréttir hafa borist að því að hjúkrunarfræðingar hefðu farið fram á hækkanir sem væru umtalsvert meiri en aðrir á vinnumarkaði hafa fengið. Aðalsteinn sagði best að hjúkrunarfræðingar sjálfir segðu frá eigin kröfum en ekki að ríkissáttasemjari fengi það hlutverk. Það sem ég get sagt er að það fara afmörkuð atriði í þennan gerðardóm. Það verður á ábyrgð félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að kynna miðlunartillöguna fyrir sínum félagsmönnum. Það er rétt að félagar í Fíh fái fyrst að vita nákvæmlega hvað í henni felst.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira